AFHENDINGARSKILMÁLAR & SKIL

AFHENDINGARSKILMÁLAR

Afhendingartími: 

2-3 dagar (Að sjáfsögðu eru undantekningar á því ef eitthvað kemur uppá, en við kappkostum um að afgreiða allarpantanir frá okkur á pósthús næsta virka dag)


Sendingakostnaður :  

Við sendum allar vörur frítt innanlands. Fyrir erlendar sendingar bætist við gjald samkvæmt verðskrá póstsins.

 

Sendingarþjónusta:

Vörurnar þínar verða sendar með Póstinum á pósthús nálægt heimilisfanginu þínu. Þú færð upplýsingar um hvert þú getur sótt pakkann í tölvupósti eða textaskilaboðum. Pósthúsið heldur pakkanum í 10 daga áður en hann verður endursendur til okkar.

VÖRUSKIPTI & SKILARÉTTUR

Vöruskipti
Viltu skipta um stærð eða lit á vörunni þinni? Hringdu einfaldlega í 8647008 innan 14 daga eftir að þú færð vöruna og við aðstoðum þig við að skipta henni.

Skilaréttur
Við skiljum að heimurinn er ekki fullkominn og stundum er pöntunin þín ekki það sem þú bjóst við. Eða skiptir þú kannski bara um skoðun? Hvort heldur sem er, bjóðum við uppá að þú getur skilað eða skipt vörunni í aðra að því gefnu að varan sé enn í upprunalegu umbúðunum, í söluhæfu ástandi með öllum merkingum áföstum. 
Þú getur skilað vörunni eða látið okkur vita að þú viljir skila henni innan 14 daga eftir að þú færð vöruna. Við vöruskil er gefin út inneignarnóta, inneignar nótur sem gefnar eru út eru ódagsettar.

"Reddum Jólunum" og aðrar Gjafir
Á meðan gjafir/vörur sem sendar eru beint úr verslun eða pantaðar á netinu með kóðanum "Jólagjöf" eða "Gjöf" eru í upprunalegu ástandi og með öllum merkingum þá eru enginn tímamörk á hvernar þarf að vera búið að skipta, þó þarf varan að vera í vöruvali í verslun okkar og skiptum við þá á því verði sem hún kostar á þeim degi sem skipti eiga sér stað.
Ef varan er dottin úr vöruvali þá tökum við hana ekki tilbaka né skiptum. Gjafir fást ekki endurgreiddar. 

 Endursendingar
Viðskiptavinur og sá/sú sem fær gjöf senda beint til sín frá verslun okkar ber allan kostnað við endursendingu vörunar við skipti.

Ef þú hefur spurningar varðandi skilin, þá getur þú haft samband við okkur í síma 6120808 eða sent okkur tölvupóst HÉR
 
Endursending berist til:
Outdoor Tactical Sport - OTS
Smiðjuvegur 4 (grængata)
200 Kópavogur
Ísland